Ráðist á lækna á Indlandi vegna veirunnar

Heilbrigðisstarfsfólk hefur orðið fyrir aðkasti á Indlandi.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur orðið fyrir aðkasti á Indlandi. AFP

Heilbrigðisstarfsmenn á Indlandi hafa orðið fyrir árásum sem virðast sprottnar upp vegna nálægðar þeirra við sjúklinga sem veikir eru af kórónuveirunni. 

Fólk hefur hrækt á lækna og elt þá frá heimilum sínum. Í einu tilviki beindu sjúklingar dónalegu og kynferðislegu tali að kvenkyns hjúkrunarfræðingum. 

Heilbrigðisstarfsfólki hefur jafnframt verið mismunað og nágrannar þess útskúfað þeim vegna nálægðar heilbrigðisstarfsfólks við einstaklinga sem sýktir eru af kórónuveiru. 

Á Indlandi hafa tæplega 3.000 sýkst og 68 látið lífið vegna COVID-19. 

Myndband sem hefur farið í mikla dreifingu á alnetinu sýndi múg kasta steinum að tveimur kvenkyns læknum sem klæddust hlífðarfatnaði í miðborg indversku borgarinnar Indore. Læknarnir höfðu farið til þéttbýlissvæðis til að kanna hvort kona sem þar bjó væri sýkt af kórónuveirunni þegar ráðist var á þær. 

Frétt BBC um málið

mbl.is