Dauðsföll orðin 100.000

Flest tilfelli kórónuveirunnar hafa hins vegar komið upp í Bandaríkjunum.
Flest tilfelli kórónuveirunnar hafa hins vegar komið upp í Bandaríkjunum. AFP

Dauðsföll vegna kórónuveirunnar eru orðin 100 þúsund á heimsvísu samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla. 101 dagur er síðan kínversk yfirvöld gerðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni viðvart um nýja gerð kórónuveiru í Wuhan í Kína.

Tilfelli kórónuveirusýkinga eru orðin 1,6 milljónir í a.m.k. 177 löndum. Ítalía er það land sem verst hefur orðið úti í faraldrinum enn sem komið er, en þar hafa 18.849 látist.

Flest tilfelli kórónuveirunnar hafa hins vegar komið upp í Bandaríkjunum, eða 475.749 tilfelli, og dauðsföll nálgast 18.000. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert