980 látnir í Bretlandi á sólahring

Matt Hancock ræðir við fjölmiðla gegnum fjarfundabúnað og fer yfir …
Matt Hancock ræðir við fjölmiðla gegnum fjarfundabúnað og fer yfir stöðuna fyrr í dag. AFP

Alls létust 980 manns vegna Covid-19 á breskum sjúkrahúsum síðasta sólarhringinn. Frá þessu greindi heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, nú fyrir stuttu. Um er að ræða flest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar á einum sólarhring þar í landi. 

Alls hafa því 8.958 látist í Bretlandi af völdum Covid-19-sjúkdómsins og eru staðfest smit komin yfir 65.000, að því er fram kemur á vef BBC.

Einn af spítulum Lundúnaborgar, St Thomas' spítalinn í miðborginni, hvar …
Einn af spítulum Lundúnaborgar, St Thomas' spítalinn í miðborginni, hvar forsætisráðherrann Boris Johnson dvelur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert