Bandarísk börn útskýra af hverju þau mótmæla

AFP

Í kjölfar dauða George Floyd 25. maí hafa verið dagleg mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum um Bandaríkin öll. 

Á meðal mótmælenda hafa verið fjöldi barna og unglinga. 

„Ekki dæma bókina út frá kápunni, þetta er eitthvað sem er ekki tekið mjög alvarlega núna,“ segir ungur mótmælandi. 

„Ég vil að lögregluofbeldi hætti. Það er ekki í lagi. Þú getur ekki drepið einhvern og komist upp með það,“ segir annar. 

mbl.is