Slátrun sem ekki mun gleymast

Slátrun kínverska kommúnistaflokksins á óvopnuðum kínverskum óvopnuðum borgurum var harmleikur sem ekki mun gleymast segir í yfirlýsingu sem blaðafulltrúi Hvíta hússins, Kayleigh McEnany, hefur sent frá sér. Þar eru kínversk stjórnvöld hvött til þess að gefa réttar upplýsingar um blóðbaðið á torgi hins himneska friðar (Tiananmen-torg) árið 1989.

Bandaríkin hvetja Kína til að virða minningu þeirra sem létust og geta réttar upplýsingar um hversu margir voru drepnir, hnepptir í varðhald eða er enn saknað eftir atburðina í kringum fjöldamorðin á torgi hins himneska friðar 4. júní 1989.

Borgaryfirvöld í Peking sögðu einhverjum vikum eftir atburðinn að um 200 hefðu látist og flestir þeirra hafi verið hermenn þegar kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í friðsamlegum mótmælum. Aðeins 36 námsmenn hefðu dáið.

Stjórnvöld í Kína hafa aldrei gefið upp heildartölu þeirra sem létust en fræðimenn, vitni og mannréttindasamtök telja að það hafi verið mun fleiri eða allt að eitt þúsund. 

Bannað er að ræða fjöldamorðin í Kína en í Hong Kong hefur þess verið minnst árlega. Í ár lögðu stjórnvöld bann við því að fólk kæmi saman og minntist atburðaranna en tugþúsundir virtu bannið að vettugi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert