Móðir og tvö börn krömdust til dauða

Það tók töluverðan tíma fyrir björgunarmenn að komast að fjölskyldunni.
Það tók töluverðan tíma fyrir björgunarmenn að komast að fjölskyldunni. AFP

Móðir og tvö börn hennar, fimm ára drengur og 15 mánaða gamalt stúlkubarn, létu lífið þegar hluti byggingar hrundi á þau í bænum Albizzate í Norður-Ítalíu. Þriðja barn móðurinnar, níu ára drengur, varð vitni að því þegar fjölskylda hans lést samkvæmt fjölmiðlum þar í landi.

Fjölskyldan var af marrókóskum uppruna og bjó í bænum Albizzate sem er staðsettur skammt frá stórborginni Mílanó. Móðirin og drengurinn létust samstundis þegar brakið féll ofan á þau en 15 mánaða gamla barnið lést á sjúkrahúsi.

Það tók björgunaraðila margar klukkustundir að grafa sig að fólkinu og ná því undan brakinu.

AFP
AFP
mbl.is