Erlendir nemar missa ekki landvistarleyfi

MIT var einn þeirra háskóla sem hafði kært ákvörðunina.
MIT var einn þeirra háskóla sem hafði kært ákvörðunina. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hætt við umdeild áform um að fella úr gildi landvistarleyfi erlendra námsmanna ef allir áfangar sem þeir eru skráðir í verða kenndir í fjarnámi í haust vegna kórónuveirufaraldursins.

Útlendingastofnun Bandaríkjanna (ICE) hafði greint frá áformunum í síðustu viku en þau hefðu náð til allra nemenda með tímabundið landvistarleyfi í Bandaríkjunum sökum náms. Átján ríki Bandaríkjanna höfðu hafið málaferli til að fá ákvörðuninni hnekkt á þeim forsendum að hún væri glannaleg, illgjörn og til þess fallin að setja skipulag skóla í uppnám. Sömuleiðis höfðu tveir fremstu háskóla heims, Harvard og MIT, kært ákvörðunina. Þá voru íslensk stjórnvöld meðal þeirra sem höfðu lýst áhyggjum af ákvörðuninni.

Í dag greindi ríkisstjórn Donalds Trumps frá því að fallið yrði frá ákvörðuninni og stefnu sem tók gildi í mars, við upphaf faraldursins, yrði aftur komið á. Samkvæmt henni gefst nemendum kostur á að taka alla sína áfanga á netinu en halda þó landvistarleyfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert