MIT og Harvard kæra

Harvard og MIT hafa kært ákvörðun stjórnvalda um að fella …
Harvard og MIT hafa kært ákvörðun stjórnvalda um að fella úr gildi landvistarleyfi erlendra stúdenta AFP

Háskólarnir Harvard og MIT hafa kært ríkisstjórn Donalds Trump og beðið dómstóla um að stöðva ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að fella úr gildi land­vist­ar­leyfi er­lendra stúd­enta sem stunda þar nám ef all­ir áfang­ar sem þeir eru skráðir í verða kennd­ir í fjar­námi vegna kórónu­veirufar­ald­urs­ins.

Kæran kemur í kjölfar yf­ir­lýs­ingar frá stofn­un­inni ICE sem fer með mál inn­flytj­enda í Bandaríkjunum (US Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement), en mbl.is hefur fjallað um málið á síðustu dögum. Ákvörðunin kemur til með að hafa áhrif á fjölda erlendra námsmanna sem leggja stund á nám í Bandaríkjunum.

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum yfir þessari ákvörðun, bæði í sam­tali við sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi og í sam­skipt­um sendi­ráðs Íslands í Washingt­on við banda­rísk stjórn­völd.

Í kæru Harvard og MIT segir að niðurfelling landvistarleyfa myndi valda erlendum nemendum miklum skaða, bæði fjárhagslegum og persónulegum. Þá er ákvörðun stjórnvalda sögð handahófskennd og ólögleg.

 Ákvörðunin verði dæmt ólögleg

Í tilkynningu frá forseta Harvard-háskóla kemur fram að skólinn muni leggja áherslu á að erlendir nemendur í Harvard, sem og öðrum skólum þar í landi, geti haldið áfram námi sínu án þess að óttast að vera vísað úr landi.

Ríkisstjórn Trump stefnir á að opna skóla og háskóla við byrjun haustannar í september, þótt smitum hafi fjölgað víða í Bandaríkjunum. Er afturköllun á landvistarleyfum stúdenta talin vera ætluð til að setja þrýsting á menntastofnanir svo þær fari varlega þegar skólar opna í haust.

Í kærunni er lögð fram sú krafa um að ákvörðun stjórnvalda verði stöðvuð og dæmd ólögleg.

Krafist er að ákvörðunin verði stöðvuð og dæmd ólögleg
Krafist er að ákvörðunin verði stöðvuð og dæmd ólögleg AFP

Haustönnin óskrifað blað

Flest­ir fram­halds- og há­skól­ar í Banda­ríkj­un­um eiga enn eft­ir að gefa það út hvernig námi verður háttað þegar haustönn hefst. Sumir skólar hafa ákveðið að kennt verði með svokölluðu blönduðu kerfi, þar sem hluti námsins fer fram í fjarnámi og hinn hlutinn í staðnámi.

Í slíkum tilfellum þurfa skólar að sýna fram á að erlendir nemendur séu að taka eins marga tíma og mögulega hægt er í staðnámi, svo nemendurnir haldi landvistarleyfi sínu, er kemur fram í yfirlýsingu ICE.

Þó er talið líklegt að margir háskólar muni bjóða upp á fjarkennslu á haustönn vegna kórónuveirufaraldursins. Í gær, miðvikudag, greindust rúmlega sextíu þúsund manns með veiruna, og talið er að um 131 þúsund manns hafi látist af völdum hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert