Þrifu listaverk Banksy af vegg óafvitandi

Í myndbandi sem Banksy birti á Instagram-síðu sinni í gær …
Í myndbandi sem Banksy birti á Instagram-síðu sinni í gær sést maður, sem talinn er vera Banksy, dulbúinn sem hreingerningarstarfsmaður. Þegar inn í lestina er komið skreytir Banksy lestarklefann með ýmsum fígúrum og skilaboðum. Skjáskot/Instagram

Hreingerningarfólk vissi ekki að „veggjakrot“ í neðanjarðarlest í Lundúnum væri gert af Banksy, heimsþekktum listamanni sem er þekktur fyrir að hafa aldrei uppljóstrað um sitt raunverulega nafn eða útlit. 

Verkið „Ef þú grímar ekki, færð þú ekki“ var málað inni í neðanjarðarlestarklefa Circle Line. Þegar Banksy afhjúpaði verkið á Instagram-reikningi sínum hafði það þegar verið útmáð af fólki sem starfar við þrif. 

View this post on Instagram

. . If you don’t mask - you don’t get.

A post shared by Banksy (@banksy) on Jul 14, 2020 at 6:30am PDT

Heimildarmaður innan þrifaþjónustunnar sagði BBC að verk Banksy hafi verið meðhöndlað eins og hvert annað veggjakrot. 

„Starf hreingerningafólks er að tryggja að lestirnar séu hreinar, sérstaklega í núverandi ástandi,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Í myndbandi sem Banksy birti á Instagram-síðu sinni í gær sést maður, sem talinn er vera Banksy, dulbúinn sem hreingerningarstarfsmaður. Þegar inn í lestina er komið skreytti maðurinn lestarklefann með ýmsum fígúrum og skilaboðum. 

Talið er að Banksy hafi með þessu ætlað að hvetja fólk til að nota andlitsgrímur vegna útbreiðslu kórónuveiru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert