Tvö morð framin í Árósum

Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Tvö morð voru framin í Árósum í gær og liðu aðeins níu tímar á milli voðaverkanna. Að sögn lögreglu tengjast málin ekki en átta eru í haldi lögreglu í tengslum við morðrannsóknirnar.

Yfirmaður lögreglunnar á Austur-Jótlandi, Michael Kjeldgaard, á von á því að þeir verði allir látnir lausir síðar í dag að loknum yfirheyrslum. 

Í gærkvöldi var 25 ára gamall maður skotinn til bana á bílastæði í suðurhluta borgarinnar og um nóttina var lögregla kölluð út í Brabrand, en þar höfðu þrír menn verið stungnir með hníf. Einn þeirra, 42 ára gamall maður, var látinn þegar lögregla kom á vettvang. 23 ára gamall maður er á gjörgæslu mjög alvarlega særður en sá þriðji, sem er 23 ára gamall, er með minni áverka, en dvelur einnig á sjúkrahúsi. 

Haft er eftir Michael Kjeldgaard í fréttatilkynningu að lögreglan leiti vitna að árásunum og að hann telji að öryggi almennings sé ekki ótryggt heldur tengist árásirnar báðar skipulagðri glæpastarfsemi. 

Fréttatilkynning lögreglunnar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert