Heiðraðir fyrir að stöðva Manshaus

Muhammad Rafiq of Mohammed Iqbal með heiðursorðurnar.
Muhammad Rafiq of Mohammed Iqbal með heiðursorðurnar. Ljósmynd/Ríkisstjórn Noregs

Hákon Noregskonungur sæmdi í fyrradag Muhammad Rafiq og Mohammad Iqpal heiðursorðu fyrir hetjudáð en ár er nú liðið frá því mennirnir komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í mosku í bænum Bærum, rétt utan Óslóar.

Þann 10. ágúst 2019 réðst Philip Manshaus, 21 árs gamall hvítur yfirburðasinni, inn í moskuna að bænahaldi loknu vopnaður tveimur byssum og hóf skotárás. Aðeins voru þrír eldri borgarar í moskunni, þar á meðal nafnarnir tveir, en Manshaus tókst ekki að hitta nokkurn þeirra. 

Mennirnir komu aftan að Manshaus og tókst þeim að yfirbuga hann, en þegar lögregla kom á vettvang höfðu mennirnir hálstak á hryðjuverkamanninum. Manshaus var síðar dæmdur í 21 árs varðveislu­dóm fyrir tilraun til manndráps, tilraun til hryðjuverks og að hafa drepið stjúpsystur sína stuttu fyrir árásina í moskunni.

Í færslu sem ríkisstjórn Noregs setur á Instagram segir að mennirnir hafi með gjörðum sínum tekist að hindra mun verri árás og þar með bjargað mannslífum. Er þetta í fyrsta sinn sem heiðursorðan er veitt síðan eftir hryðjuverkin á Útey 22. júlí 2011.

mbl.is