Ætlar að kveða niður óeirðirnar

Alexander Lúka­sj­en­kó ætlar að herða enn aðgerðir gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi.

Lúkasjenkó hefur verið forseti Hvíta-Rússlands allt frá 1994, en meintu endurkjöri hans hefur verið mótmælt í 10 daga og niðurstöður kosninganna, sem sýndu Lúkasjenkó fá 80% atkvæða, sagðar falsaðar.

Alexander Lúkasjenkó ætlar að herða tökin.
Alexander Lúkasjenkó ætlar að herða tökin. AFP

Kveðst forsetinn hafa gefið skipanir þess efnis að mótmæli verði kveðin niður í höfuðborginni Minsk.

Evrópusambandið tilkynnti fyrr í dag að það viðurkenndi ekki niðurstöður forsetakosninganna og biðlaði til Lúkasjenkós að láta laus hundruð mótmælenda sem handteknir hafa verið.

Frétt BBC

Evrópusambandið hefur biðlað til Lúkasjenkós að láta lausa hundruð mótmælenda.
Evrópusambandið hefur biðlað til Lúkasjenkós að láta lausa hundruð mótmælenda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert