Fundað vegna Navalní-málsins

Cha­rité-sjúkra­hús­ið í Berlín þar sem Navalní fær nú aðhlynn­ingu.
Cha­rité-sjúkra­hús­ið í Berlín þar sem Navalní fær nú aðhlynn­ingu. AFP

Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í dag vegna máls rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís. Hann er sem kunnugt er inniliggjandi á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu.

Leiðtogar ríkja í Vestur-Evrópu hafa óskað eftir svörum frá rússneskum stjórnvöldum sem hingað til þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalní. Rússum er hótað refsiaðgerðum aðstoði þeir ekki við rannsókn málsins.

Niður­stöður efna­próf­ana benda til þess að eitrað hafi verið fyr­ir Navalní með tauga­eitr­inu novichok. Hann er enn í öndunarvél á gjörgæslu.

Að loknum fundinum í Brussel í dag um hádegið hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO boðað til blaðamannafundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert