Reyna að hindra flæði mótmælenda til Minsk

Óeirðarlögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur verið sökuð um að beita friðsama …
Óeirðarlögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur verið sökuð um að beita friðsama mótmælendur ofbeldi. AFP

Þúsundir mótmælenda hafa náð að brjóta sér leið að miðborg Minsk í Hvíta-Rússlandi. Óeirðalögregla hefur sett upp hindranir víða um borgina og fjölmargir mótmælendur hafa verið handteknir. 

Mótmælendur krefjast sem fyrr afsagnar Alexanders Lúkasjenkós forseta landsins. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa falsað niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram fyrir rúmum mánuði. 

Mótmælendur reyna að komast inn í miðborg Minsk.
Mótmælendur reyna að komast inn í miðborg Minsk. AFP

Fjöldi áberandi stjórnarandstæðinga hefur flúið landið, en mótmælendur og mannréttindafrömuðir hafa sakað lögreglu um að beita friðsama mótmælendur ítrekað ofbeldi. 

Óeirðalögregla hefur í dag aukið viðbúnað og komið fyrir vatnsbyssum og öryggistálmum í því skyni að ógna mótmælendum og hindra flæði fólks í miðborgina. Þá hafa margir mótmælenda verið handteknir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert