Weinstein birtar fleiri kærur fyrir kynferðisglæpi

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Kvikmyndastjóranum Harvey Weinstein hafa verið birtar sex nýjar kærur fyrir kynferðislegt áreiti, að því er saksóknaraembættið í Los Angeles staðfestir.

Um er að ræða tvær konur sem kveðast hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein fyrir röskum áratug.

Með þessu stendur Winstein frammi fyrir 11 kærum frá fimm konum fyrir kynferðislegt áreiti í  Los Angeles sýslu, að sögn Jackie Lacey ríkissaksóknara.

Weinstein var í mars síðastliðnum dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislegt áreiti.Við réttarhaldið, sem fram fór í New York, var hinn 68 ára gamli kvikmyndamógúll fundinn sekur um kynferðisglæpi af fyrstu gráðu gegn einni konu og þriðju gráðu nauðgun gegn annarri.

mbl.is