Neyðarlög sett í Taílandi

Taílenska lögreglan handtók yfir 20 manns eftir að neyðarlög voru sett í landinu vegna fjölmennra mótmælafunda.

Meðal þeirra sem voru handteknir eru þekktir lýðræðissinnaðir aðgerðasinnar en þúsundir komu saman í Bangkok og kröfðust breytinga á stjórnskipan landsins. Ungt fólk er áberandi meðal mótmælenda og var þriggja fingra táknið algeng sjón. Kveðjan er fengin úr Hungurleikunum og er orðin að tákni þeirra sem krefjast lýðræðislegra breytinga í Taílandi. 

Hungurleikarnir hafa áhrif á mótmæli í Taílandi.
Hungurleikarnir hafa áhrif á mótmæli í Taílandi. AFP

Mótmælin, sem hófust í gærkvöldi, stóðu fram á morgun er yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi og bönnuðu að fleiri en fjórir mætti koma saman í höfuðborginni. Að sögn talsmanns lögreglunnar voru 22 handteknir og eru þeir í haldi í höfuðstöðvum landamæraeftirlitsins. 

AFP
Ungt fólk leiðir mótmælin.
Ungt fólk leiðir mótmælin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert