Smitaðir læknar vinni áfram

Læknir að störfum á spítala í Liege.
Læknir að störfum á spítala í Liege. AFP

Yfirmenn nokkurra spítala í belgísku borginni Liege hafa óskað eftir því að læknar og hjúkrunarfræðingar sem greinast með kórónuveirusmit haldi áfram að vinna ef þeir sýni engin einkenni. 

Í frétt BBC kemur fram að ástandið í Belgíu vegna Covid-19-faraldursins sé afar slæmt og borgin Liege hafi verið grátt leikin. Fólk hafi verið flutt á spítala í öðrum borgum og öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað.

Alls eru um 25% lækna og hjúkrunarfræðinga frá vinnu vegna kórónuveirufaraldursins. Auk þeirra hafa 10% greinst með smit en eru einkennalaus og hafa því verið beðin um að halda áfram sinni vinnu.

Belgíska læknafélagið segir að hættan á smiti frá starfsfólki til sjúklinga sé augljós en hins vegar sé enginn annar kostur í stöðunni ef halda eigi spítölum opnum áfram.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka