Nær 100 hvalir strönduðu og drápust

Mynd af atvikinu.
Mynd af atvikinu. AFP

Rétt um eitt hundrað grindhvalir og höfrungar drápust á Catham-eyjum skammt frá austurströnd Nýja-Sjálands. Hvalirnir strönduðu nú um helgina og báru björgunaraðgerðir engan árangur. Reuters greinir frá. 

Að því er fram kemur í tilkynningu náttúruverndarstofnunar Nýja-Sjálands drápust 97 grindhvalir og þrír höfrungar. Þá fékk stofnunin upplýsingar um atvikið á sunnudag, en lítið var hægt að gera til að bjarga dýrunum. 

„Einungis 26 hvalanna voru á lífi á þeim tímapunkti auk þess sem meirihluti þeirra var mjög veikur. Þá voru veðuraðstæður erfiðar auk þess sem gera má ráð fyrir að hákarlar hafi verið á sveimi skammt frá ströndinni. Slíkt er algengt þegar hvalir stranda,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. 

Atvik sem þessi eru mjög algeng nærri Chatham-eyjum. Mest hafa þúsund hvalir drepist í sambærilegri ströndun. 

Björgunaraðgerðir báru ekki árangur.
Björgunaraðgerðir báru ekki árangur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert