Fjórir létust í sprengingunni

Sprengingin varð í útjaðri borgarinnar Bristol í vesturhluta Englands.
Sprengingin varð í útjaðri borgarinnar Bristol í vesturhluta Englands. Kort/Google

Fjórir létust í sprengingunni sem varð í skólphreinsunarstöð í útjaðri borgarinnar Bristol í vesturhluta Englands fyrr í dag. 

„Við getum staðfest að fjórir hafa látist,“ sagði lögreglustjórinn Mark Runacres, en sprengingin varð í eiturefnatanki.

Ein manneskja til viðbótar slasaðist en ekki lífshættulega.

Lögreglan rannsakar orsakir sprengingarinnar. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

mbl.is