Róhingjar fagna handtöku Suu Kyi

Herskip í Bangladess flytjur róhingja á milli flóttamannabúða.
Herskip í Bangladess flytjur róhingja á milli flóttamannabúða. AFP

Róhingjamúslimar sem flúðu til Bangladess frá Mjanmar eftir það harðræði sem þeir máttu þola af hendi hersins árið 2017, og Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að gæti verið flokkað sem þjóðarmorð, fagna handtöku Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar.

Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar vegna þess sem leiðtogar hans segja kosningasvindl.

Fregnir af handtöku Suu Kyi hafa nú borist til flóttamannabúða róhingja í Bangladess, sem fagna henni og segja Suu Kyi standa á bak við þjáningu þeirra. Hún hafi verið þeirra síðasta von en að endingu hafi hún varið þjóðarmorðið sem herinn framdi á róhingjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert