McConnell kýs með sýknu

McConnell á blaðamannafundi í janúar.
McConnell á blaðamannafundi í janúar. AFP

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segist munu kjósa gegn því að Donald Trump verði sakfelldur fyrir embættisglöp.

Í bréfi til flokkssystkina sinna í öldungadeildinni segir hann að þó hafi verið mjótt á munum. Hins vegar sé hann þeirrar skoðunar að ákærur þingsins sem þessar séu aðallega tæki til að víkja forseta úr embætti. Þar með skorti þingið lögsögu í málinu.

„Ég mun kjósa með sýknu,“ bætir hann við. Mjög líklegt þykir því að ekki náist tilskildir 2/3 hlutar þingmanna til að sakfella forsetann fyrrverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert