Bóluefni Janssen fyrir allan aldur í Þýskalandi

Bóluefni Janssen verður í boði fyrir alla aldurshópa í Þýskalandi.
Bóluefni Janssen verður í boði fyrir alla aldurshópa í Þýskalandi. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að afnema forgangshópa í bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson/Janssen. Bólusetning með bóluefni Janssen verður því í boði fyrir alla fullorðna sem það kjósa í Þýskalandi. 

Þar sem gert er ráð fyrir að meirihluti sextíu ára og eldri verði þegar bólusettur í júní, var ákveðið að takmarka ekki aðgang að bóluefni Janssen til neinna aldurshópa því líkur á segamyndun af völdum Janssen eru afar litlar, að sögn Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands.

Hann segir að öllu heldur ætti fólk að geta valið hvort það þiggi bólusetningu með Janssen í samráði við heimilislækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert