Felldu skógarbjörn sem særði fjóra

Björninn sem um ræðir.
Björninn sem um ræðir. AFP

Veiðimenn hafa skotið til dauða skógarbjörn í norðurhluta Japan sem hafði slasað fjóra og valdið umferðartöfum í borginni Sapporo. 

Myndskeið af birninum sýndu hann fara um íbúðagötur, yfir stofnbrautir og klóra í skýli hermanna. Einn hermaður særðist í árás bjarnarins. 

Skólum var lokað og aflýsa þurfti flugferðum vegna bjarnarins. 

Bjarnarins leitað.
Bjarnarins leitað. AFP
mbl.is