Moderna hlýtur nýtt nafn

Bóluefnið Moderna hefur hlotið nýja nafnið Spikewax.
Bóluefnið Moderna hefur hlotið nýja nafnið Spikewax. AFP

Bandaríska bóluefnið Moderna hlaut í vikunni nýtt nafn, Spikewax. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Spikewax-bóluefnið er ætlað fólki 18 ára og eldra, og hafa um 34 þúsund skammtar verið gefnir af bóluefninu á Íslandi. Fyrstu skammtar efnisins komu til landsins 12. janúar á þessu ári og næst verður bólusett með því á höfuðborgarsvæðinu á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina