„Engar líkur á að finna neinn á lífi“

Tala lát­inna er nú 46 en enn er 94 saknað.
Tala lát­inna er nú 46 en enn er 94 saknað. AFP

Björgunarsveitir í Surfside í Miami telja nú víst að enginn muni finnast á lífi eftir hrun fjölbýlishúss þar fyrir tveimur vikum. Aðgerðir einskorðast því ekki lengur við á að finna fólk á lífi.

Tala lát­inna er nú 46 en enn er 94 saknað. Kennsl hafa verið bor­in á 32 af þeim 46 sem hafa fund­ist lát­nir. Flestir fundust látnir í rúmum sínum.  „Staðreyndirnar segja okkur að það eru engar líkur á að finna neinn á lífi,“ segir Raide Jadallah aðstoðarslökkviliðsstjóri.

Björgunarsveitirnar hafa unnið á tólf tíma vöktum með aðstoð starfsliðs …
Björgunarsveitirnar hafa unnið á tólf tíma vöktum með aðstoð starfsliðs frá Mexíkó og Ísrael. AFP

Björgunarsveitir svæðisins hafa unnið á tólf tíma vöktum með aðstoð starfsliðs frá Mexíkó og Ísrael síðan slysið varð 24. júní.

Frétt á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert