32 látnir í mótmælum í Suður-Afríku

Alls 32 eru látnir eftir mótmæli í Suður-Afríku. Mót­mælin hafa nú staðið yfir í fimm daga en þau hóf­ust eftir fang­els­un á fyrr­ver­andi for­seta rík­is­ins, Jacob Zuma.

Zuma, sem hefur verið ásakaður um að þiggja mút­ur frá fólki úr viðskipta­líf­inu á meðan hann var við stjórn­völ­inn, er nú í fangelsi í heimahéraði sínu KwaZulu-Na­tal. Eru nú 26 látnir í héraðinu en þar fara mestu mótmælin fram. 

Samkvæmt Sihle Zikalala forsætisráðherra lést fólkið í troðningi þegar mótmælin breyttust í óeirðir. Yf­ir­völd kölluðu eft­ir aðstoð hers­ins til að halda mót­mæl­end­um í skefj­um í gær. Herdeildir voru meðal annars ræstar út í Jóhannesarborg í Gauteng-héraði þar sem sex hafa látist. 

Óeirðirnar geisa meðal annars í Jóhannesarborg.
Óeirðirnar geisa meðal annars í Jóhannesarborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert