Hryðjuverkamaðurinn sagðist hafa verið ofsóttur

AFP

NýsjálenskforsætisráðherrannJacinda Ardern, hefur heitið því að herða lög gegn hryðjuverkum eftir hnífaárás á föstudaginn í Auckland. Maðurinn sem framdi verkið var undir eftirliti lögreglu. 

„Við verðum að vera viljug til að gera þær breytingar sem við vitum að geta ekki endilega breytt sögunni, en gætu breytt framtíðinni,“ sagði Ardern á blaðamannafundi. Búist er við að löggjöfin auðveldi að sakfella einhvern fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás. 

Ardern, sem lýsti hnífstungunum sem „hryðjuverkaárás“, sagðist búast við því að breytingar á lögum gegn hryðjuverkum í landinu yrðu samþykktar af þinginu í lok september. 

Forsætisráðherrann Jacinda Ardern og lögreglustjórinn Andrew Coster á blaðamannafundi.
Forsætisráðherrann Jacinda Ardern og lögreglustjórinn Andrew Coster á blaðamannafundi. AFP

Leitaði stöðu flóttamanns

Árásamaðurinn, sem er ríkisborgari Sri Lanka, stakk sjö manns í matvörubúð og eru þrír þeirra í lífshættu. Maðurinn var þekktur stuðningsmaður Íslamska ríkisins og var skotinn til bana af lögreglu. 

Hann hefur nú verið auðkenndur sem Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, 32 ára Tamíl, sem kom til Nýja Sjálands árið 2011 og leitaði stöðu flóttamanns. Sem meðlimur í tamílska minnihlutahópnum fullyrti hann að hann og faðir hans hefðu verið ofsóttir á Sri Lanka. 

Samsudeen hafði verið handtekinn nokkrum sinnum fyrir atvikið í gær. Ardern sagði að allar lagalegar leiðir til að halda honum utan samfélagsins hefðu verið reyndar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert