Mikill viðbúnaður lögreglu í Washington

Fjölmennt lögreglulið fylgdist með mótmælunum.
Fjölmennt lögreglulið fylgdist með mótmælunum. AFP

Lögreglulið í Washington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, viðhefur mikinn viðbúnað við Capitol Hill þinghúsið sem stendur vegna mótmæla fyrir utan húsið. 

Mikill viðbúnaður á Capitol Hill í Washington.
Mikill viðbúnaður á Capitol Hill í Washington. AFP

Atburðir 6. janúar, þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið með hræðilegum afleiðingum, eru íbúum og lögregluþjónum í Washington ferskir í minni. 

Enn hafa mótmælin ekki snúist í ofbeldi líkt og óttast var. Fá tilvik hafa komið upp sem lögregla hefur haft afskipti af er segir í fréttaflutningi CBS.

AFP

Einungis á milli 400 og 500 mótmælendur mættu, færri en búist var við. Um 700 lögreglumenn voru á svæðinu. 

AFP
mbl.is