Týnd og eftirlýst eftir að hafa stolið milljörðum

Marietta Terabelian og Richard Ayvazyan.
Marietta Terabelian og Richard Ayvazyan. Samsett mynd/FBI Los Angeles

Hjónin Richard Ayvazyan og Marietta Terabelian stóðu frammi fyrir löngum fangelsisdómi í ágúst síðastliðnum, vegna sinnar aðkomu að víðtæku svindli sem snerti neyðarsjóði vegna kórónuveirufaraldursins, þegar þau skáru af sér rafræn staðsetningararmbönd og flúðu frá heimili sínu í Kaliforníu. Eftir sátu þrjú börn þeirra sem eru á unglingsaldri. 

Nú, um þremur mánuðum síðar og fimm mánuðum eftir að þau voru dæmd, hefur lögreglu ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra. Bandaríska alríkislögreglan leitar þeirra.

CNN greinir frá. 

Hjónin skildu eftir bréf til barnanna sinna sem eru 13, 15 og 16 ára gömul. „Við munum hittast aftur einn daginn. Þetta er ekki kveðjustund, bara stutt hlé frá hvort öðru,“stóð í bréfinu. 

Notuðu peningana til þess að fjármagna lúxuslífstíl

Ayvazyan var dæmdur í 17 ára fangelsi og Terabelian í sex ára fangelsi. Saksóknarar segja að hjónin og aðrir hafi staðið á bak við ráðabrugg um að stela ríflega 20 milljónum bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra króna, úr sjóðum sem ætlaðir voru smáum fyrirtækjum í faraldrinum 

„Hin ákærðu nýttu sér kórónuveirukrísuna til þess að stela milljónum dollara sem aðrir þurftu nauðsynlega á að halda,“ sagði ríkissaksóknarinn Attorney Tracy L. Wilkison um málið. 
Hjónin, ásamt Arturi bróður Ayvazyan, voru dæmd sek í málinu. 
Peningana notuðu hjónin, ásamt Arturi og fimm öðrum, til þess að kaupa sér stórhýsií Suður-Kaliforníu, demanta, gull, húsgögn, lúxusúr og mótorhjól.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert