Merz nýr leiðtogi Kristilegra demókrata

Friedrich Merz er nýr leiðtogi flokksins, hér fyrir miðju.
Friedrich Merz er nýr leiðtogi flokksins, hér fyrir miðju. AFP

Friedrich Merz, sem var einn helsti mótherji Angelu Merkel innan Kristilegra demókrata, var kjörinn formaður flokksins í dag en miklar vonir eru bundnar við endurkomu flokksins eftir að hann beið afhroð í þingkosningunum í september.

Merz hlaut 62,1% atkvæða í kosningunum, en um 250.000 flokksmenn hafa atkvæðisrétt, og sigraði mótframbjóðendur sína á sannfærandi hátt; Norbert Roettgen (25,8%) og Helge Baun (12,1%).

Merz mun leysa Armin Laschet, sem stutt hafði Merkel, af hólmi. Hann leiddi flokkinn í aðdraganda kosninganna í september en úrslitin voru þau verstu í sögu flokksins þar sem hann hlaut 24,1% atkvæða og 16 ára valdatíð Merkel leið undir lok.

Merz hefur verið einn helsti keppinautur Angelu Merkel.
Merz hefur verið einn helsti keppinautur Angelu Merkel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert