Minnisvarði um fjöldamorð fjarlægður

Minnisvarðinn var fjarlægður í gær.
Minnisvarðinn var fjarlægður í gær. AFP

Stytta sem stóð til minningar um fjöldamorðið á Tiananmen torginu í Peking árið 1989 var í gær fjarlægð af skólalóð Háskólans í Hong Kong. 

Frá þessu greinir BBC.

Minnisvarðinn, sem ber heitið Pillar of Shame, er um átta metrar á hæð og og sýnir hrúgu líkama sem tákna þá hundruð ef ekki þúsundir sem voru drepnir af kínverskum yfirvöldum á Tianamen torginu í lýðræðissinnuðum mótmælum.

Hong Kong er ein af þeim fáu borgum í Kína sem leyfðu slíka minnisvarða en fjöldamorðið er afar viðkvæmt umræðuefni í landinu. Hefur styttan verið fjarlægð um það leyti sem Peking hefur í auknum mæli mætt pólitísku andófi í Hong Kong með hertari aðgerðum.

Upphaflega átti að fjarlægja styttuna í október en ekkert varð þó úr þeirri skipun.

Styttan sýnir þjáða líkama og stendur til minningar um þá …
Styttan sýnir þjáða líkama og stendur til minningar um þá sem létust í lýðræðissinnuðum mótmælum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert