Kallar Pútín einræðisherra

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Vesturlönd væru að undirbúa stórfelldar refsiaðgerðir gegn Rússum og talaði einnig til borgara Úkraínu: „Við getum ekki og munum ekki líta undan“.

Í sjónvarpsávarpi sínu vísaði hann einnig til Pútíns Rússlandsforseta sem einræðisherra, sem myndi aldrei geta traðkað á þjóðernistilfinningu Úkraínumanna og að innrásin í Úkraínu væri villimennska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert