Sögurnar frá Borodianka kalla fram tár

Stór svæði í borginni Borodianka eru rústir einar eftir árásir …
Stór svæði í borginni Borodianka eru rústir einar eftir árásir Rússa. AFP

Samtals 50 stórskotaliðsárásir voru gerðar á Karkív í gær. Hugur Karíne er samt hjá fórnarlömbum Rússa í minni borgum og bæjum í nágrenni Kænugarðs þar sem mikil eyðilegging og dauði blasir við. 

Við höld­um áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borg­inni Ódessa í suður­hluta lands­ins, Ser­gei í Lvív í vest­ur­hluta lands­ins og Kar­íne í borg­inni Karkív í aust­ur­hluta lands­ins, en þau deila með mbl.is upp­lif­un­um sín­um og greina frá því hvað efst er í huga al­mennra borg­ara eft­ir að stríð braust út í landi þeirra.

Sergei í Lvív

Fertugasti og þriðji dagur stríðsins. Veðrið betra í dag en í gær, sem og andleg líðan. Eftir stuttan vinnudag fór ég niður í miðbæ, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri það síðan stríðið hófst. Það var fjölmenni á götum úti og manni leið eins og það væri ekkert stríð. Frekar furðulegt að verða vitni að þessu.

Fjölmennt var í miðborg Lvív, en Sergei fór þangað í …
Fjölmennt var í miðborg Lvív, en Sergei fór þangað í fyrsta skipti í gær síðan stríðið hófst. Ljósmynd/Sergei

 

Eins og sjá má á myndum eru sögulegar minjar frá mögulegum loftárásum, meðal annars með að setja fyrir glugga í kirkjum. Á meðan ég gekk um borgina flaug herflugvél yfir borgina í lágflugi.

Gluggar á kirkjum og fleiri sögulegum byggingum eru nú byrgðir …
Gluggar á kirkjum og fleiri sögulegum byggingum eru nú byrgðir til að reyna að komast hjá skemmdum. Ljósmynd/Sergei

 

Í kvöld þreif ég til heima og útbjó mat. Áform kvöldsins fela í sér að finna einhverja áhugaverða gamla kvikmynd til að horfa á.

Staðan: Molchat Doma - Etazhi

Frekari ráðstafanir til að komast hjá skemmdum.
Frekari ráðstafanir til að komast hjá skemmdum. Ljósmynd/Sergei

 

Jaroslav í Ódessu

Veðrið var að gera okkur brjálaða í dag. Svo mikill munu á milli heiðskýrs og sólríks himins og svo sjávarmisturs sem blés inn frá hafinu. Ég var úti að keyra matarpakka allan daginn, eða frá klukkan hálf sjö í morgun til klukkan 8:45 í kvöld. Allt frekar hefðbundið og eitthvað um umferðatafir – fólk reynir áfram að lifa eðlilegu lífi hér þrátt fyrir sérstakar aðstæður.

Nýir vinir frá BBC ætla að koma og hitta okkur á næstunni og sjá hvað við erum að gera. Þá munum við einnig aðstoða fréttamenn með viðtal við tvær ömmur annað kvöld, en við stefnum á að koma með mat til þeirra þá. Allt er því í nokkuð föstum skorðum.

Karíne í Karkív

Karkví varð fyrir 50 stórskotaliðsárásum í dag. Flestar árásarnir voru gerðar á úthverfi borgarinnar. Við hjónin eru á lífi og höfum það ágætt. Það er mjög erfitt að heyra frásagnirnar af fórnarlömbum Rússa í borgunum sem Úkraínumenn náðu að frelsa síðustu vikuna.

Því miður er fullt af slæmum fréttum meðan stríðið er í gangi, en fólk þarf líka að lesa um eitthvað jákvætt. Í dag fagna kristnir rétttrúarmenn boðunardegi Maríu. Fólk tilbiður Maríu og biður um vernd. Maður frá Borodianka var spurður hvernig hann hefði lifað af voðaverk Rússa. Hann svaraði því til að móðir hans og eiginkona hefðu beðið fyrir honum. Skemmdirnar og voðaverkin frá borginni fá mann til að gráta. Eftir stórskotaliðsárásirnar leyfðu Rússar fólki ekki að grafa í húsum sem höfðu hrunið og því var ekki hægt að komast í kjallara þeirra til að ná fólki út. Fjöldi fólks dó þar.

Ég hef komist að því að á Íslandi er meirihluti Lútherstrúar og ég sá mynd af Hallgrímskirkju á netinu. Hún lítur mjög tignarlega út. Í rétttrúnaðarkirkjum eru við með helgimyndir, listaverk, freskur og mósaíkmyndir.

Í desember í fyrra fór ég til Kænugarðs og heimsótti þar dómkirkju heilagrar Sófíu. Kirkjan var upphaflega byggð árið 1037 af erkihertoganum í Kænugarði, Jaroslav hinum vitra. Þar eru einstakar mósaíkmyndir og listaverk, meðal annars helgimynd heilagrar Oranta og helgimynd af Gabríel erkiengli með Maríu mey.

Ég var persónulega hrifin af málverkinu Opinberunin eftir úkraínska listamanninn Oleksandr Murashko (1875-1919), en hann málaði verkið 1909. Hún er í úkraínskum „Art nouveau“ stíl. Hann var einnig drepinn af rússneskum hermönnum á sínum tíma sem lögðu Kænugarð undir sig. Margir voru drepnir á þeim tíma í nafni borgarastríðs.

Á þessum tímum er erfitt að tala um list án þess að tengja við dimmar hliðar úkraínskrar sögu og nú upplifum við söguna aftur.

Annars var samnemandi minn nýlega drepinn af Rússum þar sem hann tók þátt í að verja Karkív. Sorglegt.

Samnemandi Karíne, Artem, lést nýlega við að verja Karkív fyrir …
Samnemandi Karíne, Artem, lést nýlega við að verja Karkív fyrir innrás Rússa.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert