Vill enn sjá breytingu hjá Svíum

Recep Tayyib Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í símtali við Andersson …
Recep Tayyib Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í símtali við Andersson að Svíar þyrftu að taka staðföst skref í átt að því að hætta að styðja við það sem hann kallar hryðjuverkahópa. AFP

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvetur Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til að taka staðföst skref í átt að því að hætta að styðja við það sem hann kallar hryðjuverkahópa. 

Sagði hann í símtali við Andersson að pólitískur, hernaðarlegur og fjárhagslegur stuðningur Svía við hryðjuverkasamtök þarf að taka enda. Svíar hafa skotið skjólshúsi yfir fjölda kúrdískra flóttamanna. 

Tyrkland hefur hótað að standa í vegi fyrir umsókn Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið en liggja þarf fyrir samþykki allra þjóða bandalagsins til þess að innganga sé samþykkt. 

mbl.is