31 lést í troðningi við matarúthlutun

Frá Nígeríu.
Frá Nígeríu. AFP

Þrjátíu og einn hið minnsta létust í troðningi þar sem góðgerðarsamtök á vegum kristilegrar kirkju útdeildu matargjöfum í suðurhluta Nígeríu í dag.

Harmleikurinn átti sér stað í hafnarborginni Port Harcourt í sýslunni Rivers. Grace Iringe-Koko, talskona lögreglunnar á svæðinu, staðfesti fjölda látinna í samtali við fréttastofu AFP.  

Nígerískir miðlar haf greint frá því að matarúthlutunin hafi verið á íþróttavelli á vegum King's Assembly church, ætluð fátækum.  

mbl.is