Uffe Ellemann-Jensen lagður inn á spítala

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn áttræði Uffe Ellemann-Jensen var lagður inn á spítala á mánudag, sökum alvarlegra veikinda. Eftir langa baráttu við krabbamein hrakaði heilsu hans skyndilega.

Uffe er helst þekktur fyrir það að hafa verið ut­an­rík­is­ráðherra Schlüter-stjórn­ar­inn­ar í Dan­mörku á 9. ára­tugn­um.

Forgangsraða föður sínum

Börn hans, þau Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre í Danmörku, og Karen Ellemann, þingmaður sama flokks, voru stödd á lýðræðishátíð Danmerkur í Bornholm, en þurftu frá að bregða til þess að vera hjá föður sínum á þessum erfiðu tímum. 

Jakob tilkynnti þetta á facebooksíðu sinni. 

„Næstu dagar verða afgerandi og því viljum við forgangsraða með því að vera hjá honum.“

Haft var eftir Uffe í viðtali í mars á þessu ári að hann vissi að dagar hans væru senn taldir og tíminn að hlaupa frá honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert