46 fundust látnir í og við flutningavagn

Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. AFP

Að minnsta kosti 46 fundust látnir í og við flutningavagn sem yfirgefinn hafði verði við jaðar borgarinnar San Antonio í Texas í Bandaríkjunum í gær. Er um að ræða eitt versta atvik sem snertir farandverkafólk í Bandaríkjunum á síðustu árum. Fyrir fimm árum síðan varð svipað atvik í San Antonio. 

16 fundust á lífi við vagninn og voru þeir einstaklingar fluttir á spítala. 

Ekki hefur verið gefið út hvaðan fólkið er eða á hvaða aldri. 

Fólkið virtist hafa upplifað mikinn hita og vökvaskort.

Þrír hafa verið færðir í varðhald vegna atviksins. 

Hræðilegur mannlegur harmleikur

„Í kvöld erum við að fást við hræðilegan mannlegan harmleik,“ sagði Ron Nirenberg, borgarstjóri San Antonio á blaðamannafundi. Hann hvatti fólk til þess að biðja fyrir hinum látnu og fjölskyldum þeirra. 

„Og við vonum að þau sem eru ábyrg fyrir því að koma þessu fólki í svo ómannúðlegar aðstæður hljóti eins þungan dóm og hægt er.“

San Antonio er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í gegnum borgina fara gjarnan smyglarar með fólk. 

Þar hefur hitabylgja gengið yfir en í gær var þar 39,5 stiga hiti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert