Nýr fjármálaráðherra segir Johnson að „hætta núna“

Nadhim Zahawi (lengst til hægri) við hlið Borisar Johnsons á …
Nadhim Zahawi (lengst til hægri) við hlið Borisar Johnsons á þinginu í gær. AFP

Nýr fjármálaráðherra Bretlands, sem Boris Johnson skipaði á þriðjudag, hefur hvatt forsætisráðherrann til að segja af sér embætti.

Nadhim Zahawi var ráðinn í embættið í stað Rishi Sunak. Á Twitter segir Zahawi að ástandið muni aðeins versna og best sér fyrir alla að Johnson geri hið rétta í stöðunni og segi af sér. 

mbl.is