Boris skipar nýja ráðherra

Nadhim Zahawi sem hefur nú verið skipaður fjármálaráðherra fyrir utan …
Nadhim Zahawi sem hefur nú verið skipaður fjármálaráðherra fyrir utan Downingstræti. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var ekki lengi að finna nýjan fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í stað Ris­hi Sunak og Sajid Javid sem sögðu af sér fyrr í dag. Boris hefur nú skipað Nadhim Zahawi sem nýjan fjármálaráðherra og Steve Barclay sem nýjan heilbrigðisráðherra.

Zahawi var fyrir daginn í dag menntamálaráðherra en Michelle Donelan, þingkona Íhaldsflokksins, mun taka við menntamálaráðuneytinu. 

Innanríkisráðherrann Priti Patel (t.v.) og Stephen Barclay, nýr heilbrigðisráðherra.
Innanríkisráðherrann Priti Patel (t.v.) og Stephen Barclay, nýr heilbrigðisráðherra. AFP

Barclay var starfsmannastjóri forsætisráðuneytisins áður en hann var skipaður heilbrigðisráðherra í dag. Þá stýrði hann útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu frá árinu 2018 til 2020.

Zahawi fæddist í Írak áður en hann flutti til Bretlands með fjölskyldu sinni. Þegar hann kom til Bretlands kunni hann enga ensku. Hann stofnaði síðar sinn eiginn rekstur sem var einkar arðbær. 

Zahawi neitaði að tjá sig við blaðamenn sem reyndu að ná tali af honum á leið hans frá ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10.

mbl.is