Tólf saknað eftir að aurskriða féll á ítalskan bæ

Aurskriðan féll í morgun.
Aurskriðan féll í morgun. AFP/ANSA

Matteo Salvini, innviðaráðherra Ítalíu, segir ekki rétt að fullyrða að átta manns hafi farist í aurskriðu sem féll á smábæinn Casamicciola Terme á ítölsku eyjunni Ischia snemma í morgun.

Eins og staðan er núna er ekki búið að staðfesta nein dauðsföll en 12 er saknað. 

Hann sagði stöðuna alvarlega og flókna, og fólk væri líklegast fast undir skriðunni. Engin lík hafi enn fundist.

Hjón og nýfætt barn þeirra sem var leitað eru nú fundin á sjúkrahúsi skammt frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert