Átta manns létu lífið í aurskriðu á Ítalíu

Aurskriður urðu vegna jarðskjálfta á indónesísku eyjunni Jövu á mánudaginn. …
Aurskriður urðu vegna jarðskjálfta á indónesísku eyjunni Jövu á mánudaginn. Að minnsta kosti 310 manns létu þar lífið. AFP/Adek Berry

Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið eftir að aurskriða féll í morgun á norðurhluta ítölsku eyjunnar Ischia í kjölfar mikilla rigninga.

„Hús varð undir aurskriðu og leit er hafin af fólki sem er saknað,“ segir í tilkynningu frá slökkviliði.

Samkvæmt fréttastofunni ANSA eru hjón og nýfætt barn meðal þeirra sem er saknað en þau bjuggu á svæðinu þar sem aurskriðan féll.

Þá varð einn bíll varð fyrir skriðunni og endaði hann ofan í sjó. Tveimur var bjargað úr bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert