Átta létust í skotárás á næturklúbbi

Átta létust í skotárásinni í Mexíkó. Fimm manns liggja enn …
Átta létust í skotárásinni í Mexíkó. Fimm manns liggja enn særðir á sjúkrahúsi. AFP/David Gannon

Átta létust og fimm særðust í skotárás á fjölmennum næturklúbbi í bænum Jerez í norðurhluta Mexíkó. Frá þessu greindu lögregluyfirvöld í dag en atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar vopnaðir menn ruddust inn á klúbbinn og hófu skothríð.

Sex manns létust á vettvangi og voru tveir til viðbótar sem komust undir læknishendur. Fimm manns liggja enn særðir á sjúkrahúsi.

Meðal fórnarlamba voru starfsmenn klúbbsins, tónlistarmenn og gestir.

El Venadito er klúbburinn sem um ræðir og er staðsettur í miðbæ Jerez, um 60 kílómetra suðvestur af höfuðborginni í Zacatecas-ríki.

mbl.is