Vann 16 milljarða

Þjóðverjar sópuðu til sín vinningum í EuroJackpot í dag.
Þjóðverjar sópuðu til sín vinningum í EuroJackpot í dag.

EuroJackpot-spilari í Þýskalandi má vel við una eftir að honum áskotnuðust rúmir sextán milljarðar króna eftir útdrátt dagsins en sá situr að fyrsta vinningi óskiptum, 16.414.816.770 krónum.

Þá deildu þrír öðrum vinningi með sér, einn þeirra líka í Þýskalandi en hinir í Tékklandi og Ungverjalandi, og hlaut hver þeirra 116.795.780 krónur en þeir níu sem þriðja vinninginn fengu urðu 21.955.790 krónum ríkari. Sex þeirra voru í Þýskalandi, einn í Póllandi, einn á Spáni og einn í Noregi.

Hvorugur Jókervinningurinn gekk hins vegar út, fyrir fjórar réttar tölur og fimm. Tölurnar í aðalútdrættinum voru 20, 21, 30, 41, 43 og stjörnutölurnar 10 og 11.

mbl.is