Fjórir létu lífið í þremur snjóflóðum í Noregi

Björgunaraðilar horfa á hús í sjónum sem snjóflóð ruddi á …
Björgunaraðilar horfa á hús í sjónum sem snjóflóð ruddi á haf út á eyjunni Reinoya í Noregi. AFP/Redningsselskapet Bergesen

Að minnsta kosti fjórir létu lífið í þremur mismunandi snjóflóðum í Noregi í dag.

Fimm ferðamenn lentu í snjóflóði í Kvalvikdalen í norðurhluta Noregs seinnipartinn í dag.

Staðfest hefur verið af lögreglu að einn þeirra sé látinn. Annar er lífshættulega slasaður og sá þriðji slasaður, en ekki alvarlega.

Ruddi húsi út í sjó

Hálftíma síðar var lögreglu tilkynnt um annað snjóflóð á eyjunni Reinoya, þar sem staðfest hefur verið að tveir hafi látið lífið.

Þar ruddi snjóflóð húsi og fjárhúsi út í sjó. Um 140 geitur voru inni í fjárhúsinu þegar snjóflóðið féll.

Seinna í kvöld tilkynnti lögregla um annað dauðsfall vegna snjóflóðs. Var það nærri Tverrelva-ár nálægt Nordeisa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert