Myndskeið: Keyrði á hliðið við Downingstræti

Engan sakaði samkvæmt lögreglu.
Engan sakaði samkvæmt lögreglu. AFP

Maður í Bretlandi hefur verið handtekinn fyrir að keyra á hliðið við Downingstræti í Lundúnum en þar hefur forætisráðherra landsins og fjölskylda hans aðsetur.

Atvikið gerðist um klukkan 16.20 að staðartíma (15.20 á íslenskum tíma). Breska ríkisútvarpið greinir frá því að lögregla hafi handtekið manninn fyrir skemmdarverk og ofsaakstur. Að sögn lögreglu slasaðist enginn.

Búið er að loka götunni Whitehall, sem tengist Downingstræti, þar sem ýmsar opinberar byggingar eru. Lögreglan í Lundúnum rannsakar atvikið.

mbl.is