Hjúkrunarfræðingur sögð hafa myrt 7 ungbörn

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint. AFP

Breski hjúkrunarfræðingur, Lucy Letby, er sögð hafa orðið sjö ungbörnum að bana við störf sín á nýburadeild á spítala í Manchester-borg. Letby er einnig ákærð fyrir morðtilraun á tíu ungbörnum til viðbótar. 

Letby er sögð hafa framið voðaverkin á árunum 2015 til 2016, en hún er sögð hafa sprautað börnin með insúlíni, lofti og mjólk.

Letby bar sjálf vitni fyrir dómi í málinu og kvaðst ávallt hafa viljað starfa með börnum. Sagði hún það skelfilegt að vera kennt um dauða barnanna. 

Útsmogin og óheiðarleg

Nick Johnson, saksóknari í málinu kallaði Letby morðingja í dómssal, en Letby svaraði um hæl að hún hafi aldrei myrt barn, né meitt. 

Johnson kallaði Letby „verulega útsmogna konu“ og sagði hana ljúga til að fá athygli og vorkunn, en Letby svaraði því neitandi.  

Letby á yfir höfði sér 22 ákærur,  sjö fyrir morð og 15 morðtilraunir, en hún er sögð hafa reynt að verða sumum börnunum að bana oftar en einu sinni. Meðferð í máli hennar hefur staðið yfir síðan í október og mun halda áfram í næstu viku. 

mbl.is