Hefja rannsókn á Boeing

Vél Alaska Airlines var á leið til Kali­forn­íu og var …
Vél Alaska Airlines var á leið til Kali­forn­íu og var í 16 þúsund feta hæð er hluti farþega­rým­is­ins féll úr henni. AFP/Mathieu Lewis-Rolland/Getty Images

Alríkisflugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið á rannsókn á flugvélaframleiðandanum Boeing. Greint er frá þessu í tilkynningu.

Í síðustu viku nauðlenti Boeing 737 Max 9 vél flug­fé­lags­ins Alaska Air­lines eft­ir að hleri í farþega­rým­inu gaf sig þegar vél­in var ný­lega kom­in í loftið. 177 farþegar auk áhafn­ar voru um borð og sakaði eng­an.

„Þetta atvik hefði aldrei átt að gerast og það má ekki gerast aftur,“ segir í tilkynningu alríkisflugmálastjórnarinnar.

Rannsakað er hvort Boeing hafi ekki tryggt að vörur þeirra væru í samræmi við samþykkta hönnun og í öruggu ástandi í samræmi við reglur alríkisflugmálastjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert