Átta látnir eftir árás á sendiráðsbyggingu Írans í Damaskus

Átta eru látnir eftir árásina.
Átta eru látnir eftir árásina. AFP

Átta eru látnir eftir loftárás Ísraelshers á byggingu íranska sendiráðsins í Mazzeh-hverfi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Reza Zahedi, háttsettur hershöfðingi írönsku byltingarvarðanna (IRGC), var drepinn í árásinni að því er íranskir miðlar greina frá.

Íranir hafa heitið hefndaraðgerðum. 

AFP

Byggingin gjöreyðilögð

Átök í stríðinu á Gasaströndinni hafa færst í aukana en þetta var fimmta loftárásin í Sýrlandi á síðastliðnum átta dögum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, nýtur stuðnings Írana.

Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki enn tjáð sig um árásina. 

Byggingin er gjöreyðilögð eftir árásina en Hossein Akbari, sendiherra Írans í Damaskus, beið engan skaða af. 

Margir særðust í árásinni að því er fram kemur í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Sýrlands, sem fordæmir árásina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert