Níu látnir og meira en eitt þúsund slasaðir

Margar byggingar skemmdust í jarðskjálftanum sem mældist 7,4 að stærð.
Margar byggingar skemmdust í jarðskjálftanum sem mældist 7,4 að stærð. AFP

Nú hefur verið staðfest að níu manns létust hið minnsta og rúmlega þúsund slösuðust eftir jarðskjálftann sem reið yfir Taívan um eittleytið síðastliðna nótt.

Jarðskjálftinn mældist 7,4 að stærð og er sá sterkasti sem mælst hefur í Taívan í 25 ár en tugir bygginga skemmdust og voru gefnar flóðbylgjuviðvaranir allt til Japans og Filippseyja áður en þeim var aflétt.

Strangar byggingarreglugerðir og útbreidd hamfaravitund almennings virðist hafa komið í veg fyrir að fleiri létust eða slösuðust en Taívan liggur nálægt mótum tveggja jarðskjálftafleka.

Jarðskjálftinn varð um níuleytið um morguninn að staðartíma og sagði Wu Chien-fu, forstöðumaður jarðskjálftamiðstöðvar eyjunnar, að þetta væri sterkasti sjálftinn sem hefði skollið á eyjunni frá árinu 1999. Þá mældist skjálfti að stærðinni 7,6 og fórust 2.400 manns í honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert