Sviptingar í samstarfi hægriflokka á Evrópuþinginu

Maximilian Krah, oddframbjóðandi fyrir AfD til Evrópuþingsins.
Maximilian Krah, oddframbjóðandi fyrir AfD til Evrópuþingsins. AFP/Ronny Hartmann

Alternati­ve für Deutsch­land (AfD) er ekki lengur hluti af ID-hópnum fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins. ID-hópurinn er hópur þjóðernissinnaðra hægri flokka á Evrópuþinginu. 

Maximilian Krah er oddaframbjóðandi fyrir AfD fyrir komandi kosningar. Nýlega birti hann myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann sagði að „ungir Þjóðverjar gætu verið stoltir af forfeðrum sínum”.

Ekki allir afbrotamenn

Ítalska dagblaðið La Republica spurði Krah hvort ungir Þjóðverjar gætu líka verið stoltir ef forfeður þeirra hefðu verið meðlimir í SS-sveit Hitlers.

„Það voru örugglega margir af þeim afbrotamenn, en ekki allir. Ég myndi aldrei segja að allir sem voru í SS-sveitinni hefðu verið afbrotamenn,” svaraði Krah.

Yfirlýsing Krah hefur leitt til þess að Marine Le Pen leiðtogi hægriflokksins RN hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við AfD fyrir komandi kosningar á Evrópuþinginu. Þá hefur danski Þjóðarflokkurinn einnig slitið samstarfi sínu við AfD. AfD er þá ekki lengur hluti af ID-hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert